„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 11:19 Ólíklegt er að eldhúsið í Húnaskóla verði nothæft á fimmtudag þegar leikskólastarf hefst á ný en það er samnýtt af leikskóla sem er í öðru húsi. Aðsend Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. „Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42