Arnar: Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 22:24 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni var létt eftir sigurinn við FH í Hafnarfirði í kvöld. Leikar enduðu 2-3 og voru það varamennirnir sem skópu sigurinn að lokum. Honum fannst leikurinn rosalegur og fór um víðan völl í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. „Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
„Þetta var rosalegur leikur. Blautt grasið bauð upp á flottan fótboltaleik sem hafði allt. Dramatík og læti innan vallar sem utan. Þetta var geggjuð auglýsing fyrir deildina. Ég mun ekki lifa lengi ef allir verða svona ef allir leikir verða svona. Við erum nýkomnir frá Albaníu þar sem var sama staða en FH neitaði að gefast upp og köstuðu öllu í okkur í lokin. Við þurftum að hanga með smá lukku og gæðum. Strákarnir frábærir í dag.“ Þetta var mikilvægur leikur verandi á milli Evrópuverkefna og mikil orka fór í þennan leik. „Ég veit ekki hvar strákarnir fá þessa orku. Við skynjum að þetta gæti verið sérstakt sumar og strákarnir skynja að þetta gæti orðið besta sumar í lífi okkar þannig að menn finna einhverja smá orku. Þetta er erfiður heimavöllur og FH búnir að vera virkilega öflugir hérna. Við þurftum að grafa mjög djúpt en það er ótrúlegur karakter í þessum strákum og ég get ekki beðið eftir leiknum á fimmtudaginn.“ Gunnar Vatnhamar fór út af og Gunnlaugur og Arnar í sameiningu töldu upp einhverja sex leikmenn sem vantar í liðið áður en Arnar tók við. „Þetta eru reynsluboltar sem við gjarnan vildum hafa með okkur. Til þess er hópurinn og aðrir hafa stigið upp. Við höfum fengið unga menn inn og t.d. Gísli Gottskálk er búinn að gera mjög vel. Hópurinn þarf bara að taka við, við erum búnir að dásama hann í allan vetur og monta okkur af honum og nú þarf hann að standa sig. Sem hann er búinn. Okkur veitir samt ekki af smá hjálp. Við erum vonandi að landa einum tveimur leikmönnum.“ Eru þá tveir leikmenn að koma inn? „Einn til tveir. Það sjá það allir að við erum í dauðafæri á að gera gott sumar. Mögulega tækifæri, án þess að vera of dramatískur, kemur ekki aftur. Við erum að berjast á öllum vígstöðum og drátturinn í Evrópukeppninni góður en megum ekki fara fram úr sjálfum okkur. Við þurfum að klára Flora Tallin en klúbburinn þarf að standa saman og finna eitthvað til að hjálpa strákunum. Gunnlaugur spurði þá hvort það væri staðfest að Tarik Ibrahimagic úr Vestra væri á leiðinni til Víkings. „Það er ekki staðfest en við höfum klárlega mikinn áhuga á honum.“ Það eru síðan engir af leikmönnunum sem eru meiddir núna eru ekki klárir fyrir fimmtudaginn en það er ekki fyrr en um helgina sem einhverjir snúa til baka.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35