„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 12:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun þurfa að skipuleggja sig vel næstu vikur því margir menn eru frá vegna meiðsla. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. „Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Sjá meira