Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 12:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“ Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“
Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira