Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 11:31 Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á stórmóti hjá hinni mögnuðu Mörtu. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum. Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum.
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira