Hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 22:09 Bergþór og Jón Steinar eru sammála um það að Helgi Magnús eigi ekki skilið áminningu fyrir ummæli hans um innflytjendur og hjálparsamtökin Solaris. vísir Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum. „Okkur þykir blasa við að maður eins og Helgi Magnús í þessu tilviki, sem hefur setið undir hótunum árum saman gagnvart sér og sinni fjölskyldu, hlýtur að hafa rétt til þess að segja satt um það sem um ræðir,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Hann og formaður flokksins hafa tjáð sig um málið og telja að Helga vegið. „Okkyr þykir það sem Helgi Magnús hefur sagt ekki í neinu samhengi réttlæta þá nálgun sem ríkissaksóknari virðist viðhafa núna gagnvart honum.“ Meðal þeirra ummæla sem Helgi Magnús hefur verið gagnrýndur fyrir að fleygja fram snúa að innflytjendur. Helgi Magnús sagði að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála“. Töldu ýmsir að með því væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða og ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. Um traust til starfa Helga segir Bergþór: „Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Það er þannig að menn skipta með sér verkum í þessari stofnun, rétt eins og hjá dómstólum. Ég held því að það sé ekki alvöru vandamál í þessu samhengi, að slíkur ótti þurfi að vera uppi.“ Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar. Bergþór telur það augljóst hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherra skuli bregðast við þessu erindi. „Augljóst að ráðherrann eigi að hafna þessari beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Það væri eðlilegast, hvort sem litið er til þess lagaramma sem um þetta gildir. Eða þess að embættismenn njóta málfrelsis. Þessi tvö atriði eru nægjanleg til þess að hafna þessari beiðni ríkissaksóknara,“ segir Bergþór. Hann telur mikilvægt að taka umræðu inni á þingi um málfrelsi embættismanna. Ekkert agavald Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari var sömuleiðis til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það illa vegið að Helga Magnúsi að leggja til að hann víki tímabundið frá störfum og taka mál hans til skoðunar. Hann sagði að ríkissaksóknari hefði ekki vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, heldur ráðherra sem hefði skipað í bæði embættin. „Ríkissaksóknari hefur ekkert agavald yfir honum. Þetta er nú bara stór þáttur í þessu máli.“ Mál Mohamad Kourani Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
„Okkur þykir blasa við að maður eins og Helgi Magnús í þessu tilviki, sem hefur setið undir hótunum árum saman gagnvart sér og sinni fjölskyldu, hlýtur að hafa rétt til þess að segja satt um það sem um ræðir,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Hann og formaður flokksins hafa tjáð sig um málið og telja að Helga vegið. „Okkyr þykir það sem Helgi Magnús hefur sagt ekki í neinu samhengi réttlæta þá nálgun sem ríkissaksóknari virðist viðhafa núna gagnvart honum.“ Meðal þeirra ummæla sem Helgi Magnús hefur verið gagnrýndur fyrir að fleygja fram snúa að innflytjendur. Helgi Magnús sagði að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála“. Töldu ýmsir að með því væri Helgi Magnús að alhæfa um fólk af erlendum uppruna og ala á fordómum. Slíkt flokkist sem hatursorðræða og ekki væri hægt að treysta því að sama fólk nyti sannmælis og jafnræðis eftir ummæli Helga Magnúsar um að verið væri að „flytja inn ósiði“. Um traust til starfa Helga segir Bergþór: „Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Það er þannig að menn skipta með sér verkum í þessari stofnun, rétt eins og hjá dómstólum. Ég held því að það sé ekki alvöru vandamál í þessu samhengi, að slíkur ótti þurfi að vera uppi.“ Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar. Bergþór telur það augljóst hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir ráðherra skuli bregðast við þessu erindi. „Augljóst að ráðherrann eigi að hafna þessari beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Það væri eðlilegast, hvort sem litið er til þess lagaramma sem um þetta gildir. Eða þess að embættismenn njóta málfrelsis. Þessi tvö atriði eru nægjanleg til þess að hafna þessari beiðni ríkissaksóknara,“ segir Bergþór. Hann telur mikilvægt að taka umræðu inni á þingi um málfrelsi embættismanna. Ekkert agavald Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari var sömuleiðis til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það illa vegið að Helga Magnúsi að leggja til að hann víki tímabundið frá störfum og taka mál hans til skoðunar. Hann sagði að ríkissaksóknari hefði ekki vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, heldur ráðherra sem hefði skipað í bæði embættin. „Ríkissaksóknari hefur ekkert agavald yfir honum. Þetta er nú bara stór þáttur í þessu máli.“
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira