Hermenn sakaðir um að misþyrma palestínskum fanga kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 13:47 Öfgahægrimenn ruddu sér leið inn í Sde Teiman-herstöðina til þess að mótmæla handtökum á hermönnum sem eru sakaðir um að misþyrma vígamanni Hamas. AP/Tsafrir Abyaov Til uppþota kom á herstöð þar sem Ísraelsher heldur palestínskum föngum eftir að níu ísraelskir hermenn voru handteknir og sakaðir um að misþyrma föngum kynferðislega. Stuðningsmenn þeirra brutust inn í herstöðina og kröfðust þess að þeim yrði sleppt. Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira