Rúnar: Höfum engu gleymt Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2024 21:47 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á Hlíðarenda Vísir/Anton Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld. Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“ Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31