Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 12:06 Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi í gærmorgun klukkan 10. Aðsend Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir.
Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12