Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2024 22:57 Mynd úr flugi yfir Skálm síðdegis. Sveinbjörn Darri Matthíasson Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira