Frumvarp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2024 09:18 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Breyta reglunum til samræmingar Einhverjir hafa kallað eftir því að lögum verði breytt þannig að hægt verði að vísa fólki sem nýtur alþjóðlegrar verndar úr landi, gerist það uppvíst um afbrot. Slíkar breytingar eru í farvatninu að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. „Í þá veru að þeir sem eru hér með vernd í íslensku samfélagi, og gerast sekir um alvarlega glæpi, eigi á hættu að missa þá verndina,“ segir Guðrún. Sæmræma þurfi regluverkið hérlendis við það sem gildir í löndum í kringum Ísland, sér í lagi á öðrum Norðurlöndum. „Það eru sambærileg ákvæði þar, í útlendingalögum. Ég get nefnt Noreg sem dæmi. Ég vil færa okkar regluverk nær Norðurlöndunum, þannig að ég hef hug á að leggja það fram núna í haust.“ Ekki liggi fyrir hvaða brot komi til með að falla í flokk alvarlegra brota. „Vitaskuld erum við að gera greinarmun á alvarlegum ofbeldisbrotum og svo fjárglæfrastarfsemi eða eitthvað slíkt. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Guðrún. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þó ekki gilda afturvirkt um afbrot, heldur aðeins um brot sem framin væru eftir gildistöku þeirra, enda almennt ekki hægt að láta lög gilda afturvirkt frá því þau taka gildi. Mál Mohamad Kourani Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35 Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Mohamads Kourani, hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu. Fyrr í mánuðinum var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal alvarlega líkamrásás og tilraun til manndráps. Um var að ræða fjórða refsidóminn yfir Mohamad frá því hann kom til landsins í byrjun árs 2017. Þann fyrsta hlaut hann áður en hann fékk samþykkta umsókn sína um alþjóðlega vernd. Breyta reglunum til samræmingar Einhverjir hafa kallað eftir því að lögum verði breytt þannig að hægt verði að vísa fólki sem nýtur alþjóðlegrar verndar úr landi, gerist það uppvíst um afbrot. Slíkar breytingar eru í farvatninu að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. „Í þá veru að þeir sem eru hér með vernd í íslensku samfélagi, og gerast sekir um alvarlega glæpi, eigi á hættu að missa þá verndina,“ segir Guðrún. Sæmræma þurfi regluverkið hérlendis við það sem gildir í löndum í kringum Ísland, sér í lagi á öðrum Norðurlöndum. „Það eru sambærileg ákvæði þar, í útlendingalögum. Ég get nefnt Noreg sem dæmi. Ég vil færa okkar regluverk nær Norðurlöndunum, þannig að ég hef hug á að leggja það fram núna í haust.“ Ekki liggi fyrir hvaða brot komi til með að falla í flokk alvarlegra brota. „Vitaskuld erum við að gera greinarmun á alvarlegum ofbeldisbrotum og svo fjárglæfrastarfsemi eða eitthvað slíkt. En það verður bara að koma í ljós,“ segir Guðrún. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þó ekki gilda afturvirkt um afbrot, heldur aðeins um brot sem framin væru eftir gildistöku þeirra, enda almennt ekki hægt að láta lög gilda afturvirkt frá því þau taka gildi.
Mál Mohamad Kourani Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35 Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34 Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. 26. júlí 2024 10:35
Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson. 26. júlí 2024 06:34
Ætlar að áfrýja til Landsréttar Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market, og fjölda annarra brota, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. 15. júlí 2024 20:59
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22