Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 13:27 Ásmundur Einar Daðason er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti. Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44