Trinity Rodman sýndi trixið sitt á stóra sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 16:30 Trinity Rodman tekur Trin Spin. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. getty/Brad Smith Trinity Rodman var á skotskónum þegar Bandaríkin sigruðu Sambíu, 3-0, í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Markið kom eftir frábæra gabbhreyfingu sem er nefnd eftir henni. Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Rodman lék sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær en ekki var að sjá að hún væri stressuð, allra síst á 17. mínútu þegar hún kom bandaríska liðinu yfir. Rodman fékk þá boltann frá Lindsey Horan, sneri frábærlega og setti boltann svo framhjá markverði Sambíu, Ngambo Musole. Gabbhreyfingin sem Rodman tók er nefnd eftir henni; Trin Spin. „Þetta var bara eðlisávísunin því ég hef eiginlega ekkert æft þetta. En þetta virkaði fullkomlega,“ sagði Rodman eftir leikinn í gær. „Ég vissi að ef ég tæki snertingu fyrir framan mig myndi ég komast í átt að markinu. Ég reyndi að koma varnarmanninum úr jafnvægi sem heppnaðist þannig að ég er ánægð.“ Mallory Swanson bætti tveimur mörkum við með 66 sekúndna millibili áður en Pauline Zulu, leikmaður Sambíu, var rekin af velli á 34. mínútu. Sigur Bandaríkjanna var afar öruggur og sannfærandi en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Emmu Hayes. Bandaríkin eru með þrjú stig í B-riðli líkt og Þýskaland sem vann 3-0 sigur á Ástralíu í gær. Á sunnudaginn mætast Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Rodman, sem er dóttir körfuboltagoðsins sérlundaða Dennis Rodman, hefur leikið 41 landsleik og skorað átta mörk. Hún leikur með Washington Spirit í Bandaríkjunum.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira