„Orðlaus af reiði“ yfir óboðlegu leikskólahúsnæði í Ármúla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2024 15:11 Elísabet segir að foreldrum hafi brugðið verulega þegar þau sáu aðstæðurnar við húsnæðið í Ármúla. Þó skal tekið fram að áfram verður unnið að því næstu vikur að gera standsetja svæðið fyrir leikskólastarfsemi. Vísir Foreldri barns í leikskólanum Brákarborg kveðst orðlaus af reiði og ekki vita hvað hún eigi að gera, en til stendur að færa starfsemi leikskólans tímabundið yfir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla, sem hún segir óboðlegt leikskólabörnum. Í gær barst foreldrum póstur um að framkvæmdir yrðu í húsnæði Brákarborgar í ótilgreindan tíma, og starfsemi skólans yrði færð yfir í Ármúlann á meðan. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Ósátt við skort á upplýsingum Elísabet Erlendsdóttir, foreldri barns á Brákarborg, segir upplýsingagjöf borgarinnar ekki ásættanlega. „Ég er ósátt við skort á upplýsingum sem koma. Það er enginn tímalína, ég gat ekki skilið hvað nákvæmlega þarf að gera. Þarf að skipta um þakið, þarf að rífa allt klabbið, það virðist enginn vita það,“ segir Elísabet. Hún kveðst hafa verið lengi í „peppliði nýju Brákarborgar.“ Auðvitað hafi verið vaxtaverkir þegar verið væri að opna nýjan leikskóla sem er miklu stærri en sá gamli. Pósturinn í gær hafi hins vegar klárað síðustu orkudropana sem hún átti inni. Hún segir að henni hafi fallist hendur þegar hún sá myndir af húsnæðinu í Ármúla, sem til stendur að hafa starfsemina í. Það sé talað um að verið sé að standsetja húsnæðið fyrir leikskólabörn, en það líti sem stendur alls ekki út fyrir að geta tekið á móti leikskólabörnum. Eitt foreldrið hafi kommentað undir mynd af húsnæðinu „er þetta Litla-hraun?“ „Þarna er bara svona stálgrind, enginn gróður, enginn mold. Allt aðgengi er erfitt, fyrir bíla og bara alla ferðamáta að þessu húsnæði,“ segir Elísabet. Hættu við að senda sjötta bekk í Ármúlann Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Um 400 Hagskælingar þurftu að vera við nám í húsnæðinu í um tvö ár vegna myglu í Hagaskóla. Elísabet segir að síðasta vetur hafi staðið til að færa sjötta bekk í Langholtsskóla yfir í þetta Ármúlahúsnæði, en það hafi ekki gengið eftir vegna mótmæla foreldra. Þeim hafi fundist húsnæðið óásættanlegt fyrir börn í sjötta bekk. Sjálf á hún stjúpson sem var í sjötta bekk í Langholtsskóla í fyrra. „Miðað við hraðann og kröfurnar í samfélaginu, maður er að halda á svo mörgum boltum, maður hugsar bara úff hvað er ég að gera. Ætti maður bara að kaupa jörð og hefja sjálfsþurftarbúskap, og hafa börnin bara heima?“ segir Elísabet. Reglulegar ábendingar um lélegar lagfæringar á vegum borgarinnar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að hún fái orðið „reglulega ábendingar frá fagfólki í feltinu um fúsk, lélegar lagfæringar og vinnubrögð við verklegar framkvæmdir á vegum borgarinnar.“ Hún hafi nýlega fengið ábendingu frá húsasmið vegna lagfæringa á gluggum á leikskóla barns hans, sem voru að hans mati það lélegar að beinlínis væri verið að búa til kjörlendi fyrir myglu og rakaskemmdir. Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Ósátt við skort á upplýsingum Elísabet Erlendsdóttir, foreldri barns á Brákarborg, segir upplýsingagjöf borgarinnar ekki ásættanlega. „Ég er ósátt við skort á upplýsingum sem koma. Það er enginn tímalína, ég gat ekki skilið hvað nákvæmlega þarf að gera. Þarf að skipta um þakið, þarf að rífa allt klabbið, það virðist enginn vita það,“ segir Elísabet. Hún kveðst hafa verið lengi í „peppliði nýju Brákarborgar.“ Auðvitað hafi verið vaxtaverkir þegar verið væri að opna nýjan leikskóla sem er miklu stærri en sá gamli. Pósturinn í gær hafi hins vegar klárað síðustu orkudropana sem hún átti inni. Hún segir að henni hafi fallist hendur þegar hún sá myndir af húsnæðinu í Ármúla, sem til stendur að hafa starfsemina í. Það sé talað um að verið sé að standsetja húsnæðið fyrir leikskólabörn, en það líti sem stendur alls ekki út fyrir að geta tekið á móti leikskólabörnum. Eitt foreldrið hafi kommentað undir mynd af húsnæðinu „er þetta Litla-hraun?“ „Þarna er bara svona stálgrind, enginn gróður, enginn mold. Allt aðgengi er erfitt, fyrir bíla og bara alla ferðamáta að þessu húsnæði,“ segir Elísabet. Hættu við að senda sjötta bekk í Ármúlann Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Um 400 Hagskælingar þurftu að vera við nám í húsnæðinu í um tvö ár vegna myglu í Hagaskóla. Elísabet segir að síðasta vetur hafi staðið til að færa sjötta bekk í Langholtsskóla yfir í þetta Ármúlahúsnæði, en það hafi ekki gengið eftir vegna mótmæla foreldra. Þeim hafi fundist húsnæðið óásættanlegt fyrir börn í sjötta bekk. Sjálf á hún stjúpson sem var í sjötta bekk í Langholtsskóla í fyrra. „Miðað við hraðann og kröfurnar í samfélaginu, maður er að halda á svo mörgum boltum, maður hugsar bara úff hvað er ég að gera. Ætti maður bara að kaupa jörð og hefja sjálfsþurftarbúskap, og hafa börnin bara heima?“ segir Elísabet. Reglulegar ábendingar um lélegar lagfæringar á vegum borgarinnar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að hún fái orðið „reglulega ábendingar frá fagfólki í feltinu um fúsk, lélegar lagfæringar og vinnubrögð við verklegar framkvæmdir á vegum borgarinnar.“ Hún hafi nýlega fengið ábendingu frá húsasmið vegna lagfæringa á gluggum á leikskóla barns hans, sem voru að hans mati það lélegar að beinlínis væri verið að búa til kjörlendi fyrir myglu og rakaskemmdir.
Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36