Öllu gríni fylgi alvara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 20:16 Sigurjón/Skjáskot Lögreglan lítur falska aðganga sem eru stofnaðir í þeirra nafni alvarlegum augum þó svo að það sé gert í gríni og minnir á að um lögbrot sé að ræða. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, varar við háttseminni og segir öllu gríni fylgja alvara. Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“ TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“
TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira