„Það verða engin vandræði“ þegar Enzo mætir aftur til Chelsea Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 07:30 Enzo Fernández söng niðrandi lag um liðsfélaga sína eftir Copa América sigur Argentínu. Robin Jones/Getty Images Enzo Maresca, nýráðinn þjálfari Chelsea, reiknar ekki með því að það verði nokkur vandræði þegar Enzo Fernández snýr aftur til æfinga hjá liðinu meðan verið að rannsaka rasísk ummæli hans. Franska knattspyrnusambandið kærði Enzo Fernandéz til FIFA fyrir niðrandi lag sem hann söng eftir að Argentína varð Ameríkumeistari á dögunum þar sem franskir landsliðsmenn eru sagðir ósannir Frakkar vegna upprunalands foreldra þeirra. Enzo birti myndband á samfélagsmiðla þar sem hann sást leiða sönginn og liðsfélagar hans tóku undir. Nokkrir liðsfélagar hans hjá Chelsea hafa hætt að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum; Alex Disasi, Malo Gusto og Wesley Fofana. Alls eru sjö franskir leikmenn af blönduðum uppruna á mála hjá Chelsea. „Þetta er mjög einfalt mál, leikmaðurinn hefur gefið út yfirlýsingu og beðist afsökunar. Félagið hefur gert slíkt hið sama, þannig að ég held að það sé engu við það að bæta. Þetta er allt mjög skýrt,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea. Hann var svo spurður hvort rígur gæti myndast milli Enzo og frönsku leikmannana sjö hjá Chelsea. „Ég held ekki. Þeir eru allir góðar manneskjur og meina vel. Það getur gerst en ég held að það verði engin vandræði. Ég er búinn að ræða við Enzo og þá alla.“ Fyrirliðinn Reece James var einnig viðstaddur blaðamannafundinn og tók undir með þjálfaranum. Enzo er ekki enn mættur til æfinga með liðinu en þegar hann kemur munu liðsfélagar hans setjast niður með honum og eiga samtal um framhaldið. Enski boltinn Copa América Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Franska knattspyrnusambandið kærði Enzo Fernandéz til FIFA fyrir niðrandi lag sem hann söng eftir að Argentína varð Ameríkumeistari á dögunum þar sem franskir landsliðsmenn eru sagðir ósannir Frakkar vegna upprunalands foreldra þeirra. Enzo birti myndband á samfélagsmiðla þar sem hann sást leiða sönginn og liðsfélagar hans tóku undir. Nokkrir liðsfélagar hans hjá Chelsea hafa hætt að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum; Alex Disasi, Malo Gusto og Wesley Fofana. Alls eru sjö franskir leikmenn af blönduðum uppruna á mála hjá Chelsea. „Þetta er mjög einfalt mál, leikmaðurinn hefur gefið út yfirlýsingu og beðist afsökunar. Félagið hefur gert slíkt hið sama, þannig að ég held að það sé engu við það að bæta. Þetta er allt mjög skýrt,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea. Hann var svo spurður hvort rígur gæti myndast milli Enzo og frönsku leikmannana sjö hjá Chelsea. „Ég held ekki. Þeir eru allir góðar manneskjur og meina vel. Það getur gerst en ég held að það verði engin vandræði. Ég er búinn að ræða við Enzo og þá alla.“ Fyrirliðinn Reece James var einnig viðstaddur blaðamannafundinn og tók undir með þjálfaranum. Enzo er ekki enn mættur til æfinga með liðinu en þegar hann kemur munu liðsfélagar hans setjast niður með honum og eiga samtal um framhaldið.
Enski boltinn Copa América Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira