„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júlí 2024 18:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í dag Vísir/HAG „Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum. „Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
„Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira