Slökkviliðið segir frá atvikinu á síðu sinni á Facebook en þar kemur fram að sólarhringurinn síðasti hafi verið ansi hefðbundinn, að klósettsetuatvikinu undanskildu. 109 verkefni og af þeim 27 forgangsverkefni, af þeim fjögur verkefni sem kröfðust útkalls dælubíls.
Það sem stóð upp úr var atvik unga mannsins sem sat pikkfastur í klósettsetu merktri Leiftri McQueen kappakstursbíl úr bíómyndinni vinsælu Bílar úr smiðju Disney.
Slökkviliðsmenn komu á vettvang og skáru unga einstaklinginn lausan úr fjötrum setunnar með Leatherman-hníf.