Myndir: Gestir á landsþingi Repúblikana skarta sárabindum á eyranu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 14:54 Eyrnabindið er heitasti aukahluturinn á landsþingi Repúblikana. Getty/Joe Raedle Landsþing Repúblikanaflokksins fer fram þessa dagana í Milwaukee í Bandaríkjunum. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaefni flokksins og hann tilkynnti þá um varaforsetaefni sitt, hann J.D. Vance. Landsþingið fer að þessu sinni fram í skugga banatilræðis gegn Donald Trump síðastliðinn laugardag. Tvítugur maður hleypti af fleiri skotum í átt að Trump á kosningafundi í Pennsylvaníuríki. Ein kúlan hæfði hann í hægra eyrað og ber Trump því áberandi sárabindi á eyranu. Margir dyggustu stuðningsmanna hans tóku upp á því að binda slík bindi á eyru sín til að sýna honum stuðning, eða kannski er þetta tískubylgja sem gripið hefur um sig meðal bandarískra íhaldsmanna og er komin til að vera. Fjölbreyttur hópur gesta skarta sárabindinu.Getty/Andrew Harnik Hér er tveimur helstu táknum bandaríska íhaldsins þessa dagana blandað saman: kúrekahattinum og sárabindinu.Getty/Chip Somodevilla Á þinginu var Trump formlega útnefndur forsetaefni flokksins en sú niðurstaða hefur legið fyrir í dágóðan tíma.Getty/Joe Raedle Fulltrúi Arizonafylkis á þinginu lætur ekki sjá sig með eyrað heilt.Getty/Joe Raedle Trump virðist harla ánægður með þetta uppátæki stuðningsmanna sinna.Getty/Andrew Harnik Fulltrúar Arizonafylkis virðast hafa samræmt klæðaburðinn en á myndinni er annar slíkur með bindið bundið þétt um hægra eyrað.Getty/Joe Raedle Sjálfur Sammi frændi skartar að sjálfsögðu eyrnabindinu.Getty/Spencer Platt Gestir hjálpast að við að binda bindið hver á annan.EPA/Allison Dinner Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. 17. júlí 2024 07:51 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Landsþingið fer að þessu sinni fram í skugga banatilræðis gegn Donald Trump síðastliðinn laugardag. Tvítugur maður hleypti af fleiri skotum í átt að Trump á kosningafundi í Pennsylvaníuríki. Ein kúlan hæfði hann í hægra eyrað og ber Trump því áberandi sárabindi á eyranu. Margir dyggustu stuðningsmanna hans tóku upp á því að binda slík bindi á eyru sín til að sýna honum stuðning, eða kannski er þetta tískubylgja sem gripið hefur um sig meðal bandarískra íhaldsmanna og er komin til að vera. Fjölbreyttur hópur gesta skarta sárabindinu.Getty/Andrew Harnik Hér er tveimur helstu táknum bandaríska íhaldsins þessa dagana blandað saman: kúrekahattinum og sárabindinu.Getty/Chip Somodevilla Á þinginu var Trump formlega útnefndur forsetaefni flokksins en sú niðurstaða hefur legið fyrir í dágóðan tíma.Getty/Joe Raedle Fulltrúi Arizonafylkis á þinginu lætur ekki sjá sig með eyrað heilt.Getty/Joe Raedle Trump virðist harla ánægður með þetta uppátæki stuðningsmanna sinna.Getty/Andrew Harnik Fulltrúar Arizonafylkis virðast hafa samræmt klæðaburðinn en á myndinni er annar slíkur með bindið bundið þétt um hægra eyrað.Getty/Joe Raedle Sjálfur Sammi frændi skartar að sjálfsögðu eyrnabindinu.Getty/Spencer Platt Gestir hjálpast að við að binda bindið hver á annan.EPA/Allison Dinner
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. 17. júlí 2024 07:51 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47
Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. 17. júlí 2024 07:51