Alonso með augun á Matip Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2024 16:31 Matip er sagður leita heim til Þýskalands og meistararnir þar í landi hafi áhuga. Marc Atkins/Getty Images Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, er í leit að miðverði og sagður vilja reynslu í öftustu línu. Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi. Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi.
Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira