Vinaleg beiðni sögð kveikjan að árásinni á Krít Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 12:08 Árásin átti sér stað á Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Getty Lögreglan í Grikklandi hefur borið kennsl á tvo af fjórum mönnum sem réðust á fjölskyldu íslenskrar konu á bar á aðalgötu Heraklíon á Krít í Grikklandi á þriðjudag. Samkvæmt CNN í Grikklandi eru þessir tveir árásarmenn á fertugsaldri. Minna er vitað um hina tvo. Í grískum fjölmiðlum er þeim lýst sem „blóðheitum“. Íslenska konan er 41 árs gömul, maðurinn sem er af kanadísk-grískum uppruna er enn á sjúkrahúsi og er 49 ára gamall. Tveir synir þeirra eru 21 og 18 ára. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Málið virðist hafa vakið athygli í Grikklandi, en Olgas Kefalogiannis, ráðherra ferðamála í Grikklandi, er sagður hafa spurt út sjúkrahúsið út í líðan mannsins. Samkvæmt gríska miðlinum Cretelive er maðurinn sagður með áverka á höfði, einkum á kjálka. Talið er að hann muni fara í aðgerð á kjálka á morgun. Fjölskyldan, sem elski Krít og heimsæki eyjuna að minnsta kosti tvisvar á ári, er sögð í áfalli vegna árásarinnar. Cretelive hefur eftir fjölskyldunni að þau hafi verið saman á umræddum bar á aðalgötu Heraklíon. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir á barnum til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi óvart brennt hann með sígarettu. Faðirinn hafi brýnt vinalega fyrir honum að það væri ekki í lagi. En þá hafi árásin hafist. Árásarmennirnir hafi ráðist á föðurinn og soninn, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi grípa inn í og stöðva árásina. Skelfing braut um sig og lögreglan var kölluð til en árásarmönnunum tókst að hlaupa undan. Grikkland Íslendingar erlendis Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Samkvæmt CNN í Grikklandi eru þessir tveir árásarmenn á fertugsaldri. Minna er vitað um hina tvo. Í grískum fjölmiðlum er þeim lýst sem „blóðheitum“. Íslenska konan er 41 árs gömul, maðurinn sem er af kanadísk-grískum uppruna er enn á sjúkrahúsi og er 49 ára gamall. Tveir synir þeirra eru 21 og 18 ára. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Málið virðist hafa vakið athygli í Grikklandi, en Olgas Kefalogiannis, ráðherra ferðamála í Grikklandi, er sagður hafa spurt út sjúkrahúsið út í líðan mannsins. Samkvæmt gríska miðlinum Cretelive er maðurinn sagður með áverka á höfði, einkum á kjálka. Talið er að hann muni fara í aðgerð á kjálka á morgun. Fjölskyldan, sem elski Krít og heimsæki eyjuna að minnsta kosti tvisvar á ári, er sögð í áfalli vegna árásarinnar. Cretelive hefur eftir fjölskyldunni að þau hafi verið saman á umræddum bar á aðalgötu Heraklíon. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir á barnum til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi óvart brennt hann með sígarettu. Faðirinn hafi brýnt vinalega fyrir honum að það væri ekki í lagi. En þá hafi árásin hafist. Árásarmennirnir hafi ráðist á föðurinn og soninn, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi grípa inn í og stöðva árásina. Skelfing braut um sig og lögreglan var kölluð til en árásarmönnunum tókst að hlaupa undan.
Grikkland Íslendingar erlendis Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira