Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 07:16 Ættingjar og vinir Corey Comperatore, sem lést þegar árásarmaðurinn skaut á Trump, efndu til minningarstundar í gær. AP/Eric Gay Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira