Lögreglurannsókn hafi engin áhrif á veitingu læknaleyfis Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 11:49 Skúli Tómas starfar á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir Læknir sem sætir enn rannsókn grunaður um að hafa orðið sjúklingum sínum að aldurstila hefur fengið ótakmarkað læknaleyfi á ný. Að sögn Embættis landlæknis er hvergi fjallað um að yfirstandandi lögreglurannsókn sé takmarkandi þáttur, þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar, í lögum um landlækni og lýðheilsu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar greint var frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson hefði fengið fulla endurnýjun á læknaleyfi sínu þann 2. júní síðastliðinn. Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, er mál Skúla Tómasar enn til meðferðar hjá embættinu. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þó sinnti hann sjúklingum af og til þegar aðstæður á Landspítala voru þess eðlis að það teldist nauðsynlegt. Landlæknir sagði sig frá málinu Vísir sendi Embætti landlæknis fyrirspurn vegna máls Skúla Tómasar þegar hann fékk endurnýjun læknaleyfis. Í svörum embættisins kemur fram að Alma Möller landlæknir svari ekki fyrir þetta tiltekna mál. Hún hafi ákveðið að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum Skúla Tómasar gagnvart embætti landlæknis. Alma hafi þá sent heilbrigðisráðherra beiðni um að annar læknir yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fagleg endurhæfing dugir Í svörum embættisins segir að embættið geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildi þó að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu. Þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað.“ Þannig geti viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi, til dæmis ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. „Í umræddri grein/lögum er hvergi fjallað um að yfirstandandi rannsókn lögregluyfirvalda sé takmarkandi þáttur þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar.“ Hreint sakarvottorð ekki skilyrði Þá segir að hið sama eigi við um reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þá megi nefna að í fyrrnefndum lögum og reglugerð sé að auki ekki fjallað um að hreint sakavottorð sé skilyrði fyrir veitingu eða endurveitingu starfsleyfis en heilbrigðisstofnun geti vitanlega gert kröfu um slíkt. Þá segir í svörunum að ef mál heilbrigðisstarfsmanna eru til meðferðar hjá lögreglu fylgist embættið með framvindu mála eins og unnt er. Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Talsverða athygli vakti á dögunum þegar greint var frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson hefði fengið fulla endurnýjun á læknaleyfi sínu þann 2. júní síðastliðinn. Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, er mál Skúla Tómasar enn til meðferðar hjá embættinu. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þó sinnti hann sjúklingum af og til þegar aðstæður á Landspítala voru þess eðlis að það teldist nauðsynlegt. Landlæknir sagði sig frá málinu Vísir sendi Embætti landlæknis fyrirspurn vegna máls Skúla Tómasar þegar hann fékk endurnýjun læknaleyfis. Í svörum embættisins kemur fram að Alma Möller landlæknir svari ekki fyrir þetta tiltekna mál. Hún hafi ákveðið að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum Skúla Tómasar gagnvart embætti landlæknis. Alma hafi þá sent heilbrigðisráðherra beiðni um að annar læknir yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fagleg endurhæfing dugir Í svörum embættisins segir að embættið geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildi þó að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu. Þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað.“ Þannig geti viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi, til dæmis ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. „Í umræddri grein/lögum er hvergi fjallað um að yfirstandandi rannsókn lögregluyfirvalda sé takmarkandi þáttur þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar.“ Hreint sakarvottorð ekki skilyrði Þá segir að hið sama eigi við um reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þá megi nefna að í fyrrnefndum lögum og reglugerð sé að auki ekki fjallað um að hreint sakavottorð sé skilyrði fyrir veitingu eða endurveitingu starfsleyfis en heilbrigðisstofnun geti vitanlega gert kröfu um slíkt. Þá segir í svörunum að ef mál heilbrigðisstarfsmanna eru til meðferðar hjá lögreglu fylgist embættið með framvindu mála eins og unnt er.
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02