Messi vonar að Di María kveðji með marki í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 13:31 Lionel Messi og Julian Alvarez fagna Angel Di Maria eftir að hann skoraði úrslitaleik HM í Katar í desember 2022. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Ángel Di María hefur skorað í öllum úrslitaleikjum sem Lionel Messi hefur unnið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Messi vonist til þess að Di María skori í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í kvöld. Það hefur boðað gott hingað til. Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024 Copa América Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira
Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024
Copa América Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira