Messi vonar að Di María kveðji með marki í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 13:31 Lionel Messi og Julian Alvarez fagna Angel Di Maria eftir að hann skoraði úrslitaleik HM í Katar í desember 2022. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Ángel Di María hefur skorað í öllum úrslitaleikjum sem Lionel Messi hefur unnið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Messi vonist til þess að Di María skori í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í kvöld. Það hefur boðað gott hingað til. Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024 Copa América Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024
Copa América Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira