„Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 13. júlí 2024 20:09 Sif Atladóttir var að fylgjast með dóttur sinni á Símamótinu þegar Sportpakkann bar að garði. Vísir/Ívar Stelpurnar okkar fögnuðu einum stærsta sigri sem unnist hefur hjá íslensku fótboltaliði er þær lögðu Þýskaland 3-0 í gær. Fyrrum landsliðskona segist springa úr stolti yfir þeim miklu fyrirmyndum sem finna má í íslenska liðinu. „Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50