„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:17 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
„Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira