Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2024 12:30 Sven-Göran Eriksson ræðir við Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins. getty/Michael Steele Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira