Koeman sakar VAR um að skemma fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:45 Harry Kane lá lengi eftir í grasinu. Ronald Koeman var mjög ósáttur með ákvörðun Felix Zwayer og myndbandsdómaranna. Getty/Richard Pelham Hollendingum fannst á sér brotið þegar þeir töpuðu 2-1 á móti Englandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gærkvöldi. Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira