Kólumbíumenn komust í úrslitaleikinn tíu á móti ellefu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 06:30 Davinson Sanchez fagnar Jefferson Lerma í leikslok en sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið í leiknum. Getty/Robin Alam Kólumbía tryggði sér sæti í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í undanúrslitaleik þjóðanna. Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Copa América Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum.
Copa América Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira