Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:24 Í fimm sundlaugum höfuðborgarinnar er hægt að komast í sánu, í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni, Klébergslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug. Sú síðastnefnda var valin sú besta af finnska sendiráðinu fyrir tveimur árum. Vísir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu