Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:24 Í fimm sundlaugum höfuðborgarinnar er hægt að komast í sánu, í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni, Klébergslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug. Sú síðastnefnda var valin sú besta af finnska sendiráðinu fyrir tveimur árum. Vísir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Sjá meira
Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Sjá meira