Tyrkir segja að Demiral hafi ekki verið dæmdur í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 08:15 Hér má sjá þetta „úlfatákn“ sem kom Tyrkjanum Merih Demiral í vandræði. Getty/Hendrik Schmidt Þýska blaðið Bild sló því upp í gær að hetja tyrkneska landsliðsins, Merih Demiral, væri kominn í tveggja leikja bann og myndi missa af leikjum í átta liða úrslitum og undanúrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tyrkneska sambandið hafnar þessum fréttum. Demiral skoraði tvö mörk í sigri á Austurríki í sextán liða úrslitum EM en fór fyrir aganefnd UEFA af því að hann fangaði marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Bild sagði að UEFA hefði ákveðið að dæma Demiral í tveggja leikja bann. Samkvæmt viðbrögðum tyrkneska sambandsins þá er ekki búið að dæma í málinu og að tyrkneska sambandið eigi enn eftir að segja sína hlið fyrir dómstóli UEFA. Frestur til þess rennur ekki út fyrr en í dag. Verdens Gang segir frá þessum nýju vendingum í málinu. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að fjögur þúsund evrum, eða sex hundruð þúsund íslenskum krónum. Demiral er gríðarlega mikilvægur fyrir Tyrkina, hann skoraði ekki aðeins bæði mörkin í sigrinum á Austurríki heldur átti hann einnig stórleik í miðri vörninni. Tyrkir mæta Hollendingum á morgun í átta liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Demiral skoraði tvö mörk í sigri á Austurríki í sextán liða úrslitum EM en fór fyrir aganefnd UEFA af því að hann fangaði marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Bild sagði að UEFA hefði ákveðið að dæma Demiral í tveggja leikja bann. Samkvæmt viðbrögðum tyrkneska sambandsins þá er ekki búið að dæma í málinu og að tyrkneska sambandið eigi enn eftir að segja sína hlið fyrir dómstóli UEFA. Frestur til þess rennur ekki út fyrr en í dag. Verdens Gang segir frá þessum nýju vendingum í málinu. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að fjögur þúsund evrum, eða sex hundruð þúsund íslenskum krónum. Demiral er gríðarlega mikilvægur fyrir Tyrkina, hann skoraði ekki aðeins bæði mörkin í sigrinum á Austurríki heldur átti hann einnig stórleik í miðri vörninni. Tyrkir mæta Hollendingum á morgun í átta liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira