Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júlí 2024 20:55 Kristján Árni hjá Vegagerðinni ræddi möguleg jarðgöng í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár. Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár.
Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira