Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 06:22 Urriðaholtið í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira