Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 06:22 Urriðaholtið í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira