Kallaður hinn tyrkneski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:00 Mert Gunok fagnar hér sigrinum í gær og um leið sæti í átta liða úrslitunum. Þangað eru Tyrkir komnir í fyrsta sinn í sextán ár. Getty/Lars Baron Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok. Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira