Umræðan verði að vera málefnaleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 18:20 Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sýnir því skilning að íbúar á Völlunum spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í grenndinni. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira