„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. júlí 2024 15:11 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún. Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún.
Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira