Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar gæti fjölgað um fimmtíu prósent. Stöð 2 Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. „Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira