Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar gæti fjölgað um fimmtíu prósent. Stöð 2 Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. „Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
„Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira