Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 20:30 Flokkur Le Pen hefur aldrei verið sterkari. getty Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira