Þjálfari Dana mætti reiður með síma í viðtal: „Svona á fótbolti ekki að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 09:31 Kasper Hjulmand með símann. Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Þýskalandi á EM í gær. Hann sagði regluna um hendi vera fáránlega. Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24