Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 23:18 Amina segir að kappræðurnar hafi bara verið þras og uppnefni. Trevor Borden segir að það hafi verið tímasóun að horfa. Vísir Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira