Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. júní 2024 22:36 Það var glæsileg sjón að fylgjast með 60 hestum ríða um miðbæinn í hádeginu í dag. Vísir Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið. Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið.
Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira