Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 00:04 Trump hélt kosningafund í Virginia-ríki í dag. Joe Biden vann sigur þar í kosningunum 2020, en mjótt er á munum milli þeirra í skoðanakönnunum í dag. AP/Steve Helber Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. Trump hóf mál sitt á því að hrósa sigri í kappræðunum sem fóru fram í gærkvöldi. „Þetta var stór sigur,“ sagði hann. Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum fóru fram í gærkvöldi, og flestum þótti Biden ekki eiga erindi sem erfiði. Frammistaðan var slík að umræða var um það hvort Demókratar ættu að skipta um frambjóðanda sem allra fyrst. Biden svaraði fyrir sig í dag. Trump sagði í dag að aldur Bidens ætti ekki að vera neitt vandamál, hann þekki fullt af fólki á hans aldri sem séu í fínu formi. Trump segir Biden vanhæfan burtséð frá öllum elliglöpum sökum aldurs. „Þessar kosningar eru milli styrkleika og veikleika, hæfni og vanhæfni, friðar eða stríðs,“ sagði Trump. Ósigur fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana“ Trump sagði kappræður gærkvöldsins ekki aðeins hafa verið ósigur fyrir Biden, heldur einnig fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana,“ og benti svo að fjölmiðlamönnunum sem voru á fundinum. Gærkvöldið hefði einnig verið „stór stund fyrir skynsamt fólk sem vill sjá Bandaríkin verða frábær enn á ný.“ Hann hefur enga trú á því að Biden dragi sig úr framboði. Trump vék einnig að utanríkisstefnu Bidens, sem hann sagði „veiklulega,“ og hafði uppi efasemdir um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Þá hafði hann einnig orð á stefnu Bidens í loftslagsmálum, og sagðist vilja draga úr allskonar grænum sköttum. Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Trump hóf mál sitt á því að hrósa sigri í kappræðunum sem fóru fram í gærkvöldi. „Þetta var stór sigur,“ sagði hann. Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum fóru fram í gærkvöldi, og flestum þótti Biden ekki eiga erindi sem erfiði. Frammistaðan var slík að umræða var um það hvort Demókratar ættu að skipta um frambjóðanda sem allra fyrst. Biden svaraði fyrir sig í dag. Trump sagði í dag að aldur Bidens ætti ekki að vera neitt vandamál, hann þekki fullt af fólki á hans aldri sem séu í fínu formi. Trump segir Biden vanhæfan burtséð frá öllum elliglöpum sökum aldurs. „Þessar kosningar eru milli styrkleika og veikleika, hæfni og vanhæfni, friðar eða stríðs,“ sagði Trump. Ósigur fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana“ Trump sagði kappræður gærkvöldsins ekki aðeins hafa verið ósigur fyrir Biden, heldur einnig fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana,“ og benti svo að fjölmiðlamönnunum sem voru á fundinum. Gærkvöldið hefði einnig verið „stór stund fyrir skynsamt fólk sem vill sjá Bandaríkin verða frábær enn á ný.“ Hann hefur enga trú á því að Biden dragi sig úr framboði. Trump vék einnig að utanríkisstefnu Bidens, sem hann sagði „veiklulega,“ og hafði uppi efasemdir um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Þá hafði hann einnig orð á stefnu Bidens í loftslagsmálum, og sagðist vilja draga úr allskonar grænum sköttum.
Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29