Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:01 Þessi mynd af stuðningsmanni enska landsliðsins er mjög lýsandi fyrir skoðun Englendinga á spilamennsku liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Vísir/Getty Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira