Sanna stefnir á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 12:28 Sanna Magdalena Mörtudóttir hyggst bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum hljóti hún stuðnings félaga sinna í Sósíalistaflokknum. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna. Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna.
Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira