„Fáum að æfa og spila eins og atvinnumenn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júní 2024 09:01 Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024. kdff.nu Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur farið á kostum með liði sínu Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Hún segist vera á réttum stað á réttum tíma. Stefán Árni Pálsson tekur við. Kristianstad vann þá 3-1 sigur á Linköping um helgina en þetta var annar sigur liðsins röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Hlín skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútum leiksins en það fyrra kom á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá löndu hennar Kötlu Tryggvadóttur. „Hér er ég í þannig hlutverki að það er ætlast til af mér að ég skili mörkum og stoðsendingum. Allir í liðinu eru að skila sínum hlutverkum og þá fylgir að mér gengur mjög vel,“ segir Hlín sem hefur nú skorað sex mörk á tímabilinu og gefið þrjár stoðsendinga. Hlín gekk til liðs við Kristianstad á síðasta ári en var áður hjá Piteå frá árinu 2021. „Ég fílaði mig mjög vel hjá Piteå líka en þetta var bara skref fram á við fótboltalega séð. Þetta er allt annar fótbolti sem við spilum, allt aðrar áherslur og miklu meiri sóknarleikur. Ég myndi segja að ég njóti mín betur sem leikmaður hérna.“ Liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar. Hún segir að umgjörðin í kringum leikina í deildinni sé flott en fjöldi áhorfenda mætti vera fleiri. „Ég myndi ekkert endilega segja að áhorfendatölurnar hjá okkur sé eitthvað svakalegar en umgjörðin er flott og við fáum að æfa og spila eins og atvinnumenn.“ Rætt var við Hlín í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Sænski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Kristianstad vann þá 3-1 sigur á Linköping um helgina en þetta var annar sigur liðsins röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Hlín skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútum leiksins en það fyrra kom á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá löndu hennar Kötlu Tryggvadóttur. „Hér er ég í þannig hlutverki að það er ætlast til af mér að ég skili mörkum og stoðsendingum. Allir í liðinu eru að skila sínum hlutverkum og þá fylgir að mér gengur mjög vel,“ segir Hlín sem hefur nú skorað sex mörk á tímabilinu og gefið þrjár stoðsendinga. Hlín gekk til liðs við Kristianstad á síðasta ári en var áður hjá Piteå frá árinu 2021. „Ég fílaði mig mjög vel hjá Piteå líka en þetta var bara skref fram á við fótboltalega séð. Þetta er allt annar fótbolti sem við spilum, allt aðrar áherslur og miklu meiri sóknarleikur. Ég myndi segja að ég njóti mín betur sem leikmaður hérna.“ Liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar. Hún segir að umgjörðin í kringum leikina í deildinni sé flott en fjöldi áhorfenda mætti vera fleiri. „Ég myndi ekkert endilega segja að áhorfendatölurnar hjá okkur sé eitthvað svakalegar en umgjörðin er flott og við fáum að æfa og spila eins og atvinnumenn.“ Rætt var við Hlín í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Sænski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira