„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá” Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 17:22 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og þingkona Vinstri grænna er ekki sátt við Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og hjásetu hans í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur henni sem greitt var atkvæði um á þingi í dag. „Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ Tillagan var felld með miklu meirihluta. Tillagan var lögð fram af þingflokki Miðflokks en meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar studdi tillögunna. Jón gerði grein fyrir hjásetu sinni á þingi í dag og var nokkuð óvæginn í garð ráðherra Vinstri grænna. „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Jón á þingi dag. Hann sagði það þó ábyrgðarhluta að rjúfa ríkisstjórn og að hann treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hann ætlaði því ekki að greiða atkvæði. Óviðeigandi ummæli Bjarkey segir skoðanir Jóns liggja fyrir og það sé alltaf uppi á borði. Það sé ekki óeðlilegt að í þverpólitísku samstarfi þurfi að gera málamiðlanir. „En hann var mjög óvæginn í sinni atkvæðaskýringu áðan og ég er mjög ósátt við þessi ummæli sem hann lét þar falla. Mér finnst þau mjög óviðeigandi,“ segir Bjarkey. Hún segist ekki hafa rætt við Jón eftir atkvæðagreiðsluna og að hún ætli ekki að gera það. „Ég hef ekkert lagt mig sérstaklega eftir því. Ég hef ekkert við hann að ræða um þessi mál. Hann hefur sagt sína skoðun og veit mína. Þannig við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. Hann hefur sterkar skoðanir á þessu máli. Ég átti alveg von á því að hann gerði grein fyrir atkvæði en átti ekki endilega von á því að hann myndi ekki styðja mig.“ Ágætis stemning í ríkisstjórn Bjarkey telur ekki að það verði nokkrir eftirmálar af þessu máli. „Það er ágætis stemning við ríkisstjórnarborðið. Svo því sé nú haldið til haga. Þó að það séu einhverjir einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ósáttir við eitt og annað þá er það nú samt þannig að ríkisstjórnin vinnur ágætlega saman,“ segir Bjarkey og þau vinni hart að því að klára sín mál. „Ég trúi því að þetta fari að leysast,“ segir Bjarkey og að það sé þeirra markmið að ljúka þingi í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira