Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2024 12:06 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, setur mikla fyrirvara við greiningu á langtímaspám en telur þó að heldur kalt loft verði yfir landinu á næstu vikum. vísir/gva Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta. Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta.
Veður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira