Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2024 12:06 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, setur mikla fyrirvara við greiningu á langtímaspám en telur þó að heldur kalt loft verði yfir landinu á næstu vikum. vísir/gva Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta. Veður Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta.
Veður Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira